Áróra stjörnuver

Upplifðu Ísland
á einum stað

Skemmtun og fræðsla
á einstöku safni

Fjölskylda í íshelli

Jöklar og íshellir

Jöklar og íshellir

Fyrsti manngerði íshellir innandyra

Hellirinn er um 100 metra langur, og byggður úr 350 tonnum af snjó og ís úr Bláfjöllum. Ferðalangur í hellinum upplifir jökulaðstæður við fullkomið öryggi og fræðist um sérkenni náttúrunnar á og í jökli.

Jöklasýning

Á jöklasýningunni kynnast gestir jöklum Íslands með gagnvirkri tækni, og sjá hvaða áhrif loftslagsbreytingar geta haft á framtíð þeirra.

Áróra

Norðurljósasýning

Upplifðu himingeiminn og norðurljósin í einu fullkomnasta stjörnuveri í heimi.

Norðurljósasýning

Áróra

Eldfjallasýning

Eldgosasýning

Eldgosasýning

Gosið í Geldingadölum

Sagan um eldgosið sem hófst 19. mars 2021 við Fagradalsfjall eftir mikla jarðskjálfta á Reykjanesskaga og stóð fram á haust, hið fyrsta á svæðinu í rúmar átta aldir.

Öfl náttúrunnar

Heillandi jarðræn undur

Á sýningunni um Öfl náttúrunnar kynnast gestir mætti eldfjalla, jarðskjálfta og jarðvarma.

Náttúruöflin sýning

Öfl náttúrunnar

Látrabjarg ungi

Látrabjarg

Látrabjarg

Gagnaukin upplifun

Fuglarnir og líf þeirra í hæsta sjávarbjargi Íslands og Evrópu eru gestum til ánægju og fróðleiks í þessari  mögnuðu eftirmynd af Látrabjargi frá fjöruborði til bjargbrúnar.

Hafið

Neðansjávarleiðangur

Leiðangur neðansjávar í kringum Ísland. Með gagnvirkri upplifun og heillandi fróðleik verður þessi sýning í senn menntun og skemmtun.

Hafið

Hafið

Mývatn

Vatnið í náttúru Íslands

Sýning Náttúruminjasafns Íslands

Ferskvatnið í öllum sínum fjölbreytileik er viðfangsefni þessarar sýningar, eðli þess og mikilvægi fyrir samfélagið og margvíslegar lífverur, og þáttur vatnsins við sköpun lands og mótun.

Fleiri sýningar

Tímalína Íslands, vötn, steindir, Ok – glataði jökullinn, hvítabirnir...

Uppgötvaðu tímalínu Íslands og undur Mývatns í hnotskurn, taktu mynd af þér með hvítabirni! ‒ og fróðleikur um fjöllin hringinn í kringum borgina frá útsýnispallinum.

Tímalína Íslands
Perlan
Tripadvisor Best of the Best 2023

Heimsæktu Perluna

Kennileiti með aðdráttarafl!

Perlan býður gestum sínum einstaka og minnisstæða upplifun.

Perlan er eitt helsta kennileiti höfuðstaðarins. Þar er upplifunarsýning um íslenska náttúru, útsýnispallur, stjörnuver, veitingastaður, bar og ísgerð.

Leiðarlýsing