Hvalir

Neðansjávarveröld

Leyndardómar hafsins

Sýndarhaf fiska

Allt frá landnámi hafa Íslendingar sótt sjóinn til fæðuöflunar. Hafið og hafstraumar hafa áhrif á veðurfar og loftslag og eru meginorsök þess að mannlíf geti þrifist á landinu. Hafstraumar hafa einnig mikil áhrif á landgrunnið og lífríki sjávar.

Á ferðalagi neðansjávar umhverfis landið má sjá örsmáa þörunga og risahvali ‒ og allt þar á milli.

Sýndarhaf fiska
Súlnasker

Hafstraumar

Þrír miklir hafstraumar mætast við strendur landsins. Golfstraumurinn kemur með hlýtt saltvatn úr suðri. Hraðskreiði Austur-Grænlandsstraumurinn er kaldur pólsjór. Austur-Íslandsstraumnum er svalsjór sem streymir austan Íslands og mætir Golfstraumnum við Íslands-Færeyjahrygginn.

Lega Íslands og hafstraumarnir í kringum það skapa lífsskilyrði fyrir einstæða blöndu bæði hitakærra og kuldaþolinna sjávardýra.

Neðansjávarsamfélagið

Í Perlunni fá gestir að sjá hvernig hafsvæðin við Ísland iða af lífi frá bæði köldum og tempruðum svæðum. Sumar þessara tegunda fara um langan veg til annarra heimshluta en höfin við Ísland eru einu svæðin þar sem þær una sér allar saman.

Gagnvirk upplifun í bland við fjölbreyttan fróðleik gerir þessa sýningu bæði skemmtilega og fræðandi.

Sýndarhaf fiska
Hafið og hvalir

Hvalir

Hvalir

Hafið umhverfis Ísland er heimkynni bæði skíðis- og tannhvala, og 12 þessara tegunda sjást oft og iðulega. Hafstraumar, afrennsli ferskvatns og uppgufun sjávar skapa lífkerfinu mikið magn ljóstillífandi svifdýra og smádýra sem hvalir nærast á.

Hvalir gefa heilmikið til baka til hringrásarkerfis lífríkisins, því þegar þeir skíta eftir ýmiss konar málsverð djúpt í hafinu dælast næringarefni úr dýpri sjávarlögunum að yfirborðinu þar sem þeirra er mikil þörf.

Aftur í Sýningar