
Náttúrusýningar

Jöklar og íshellir
Jöklar og íshellir
Íshellir í Reykjavík
Kannaðu íshelli og upplifðu hina mögnuðu jöklasýningu þar sem besta möguleg tækni er nýtt til að kynna gesti fyrir töfrum jökulsins á skemmtilegan og fræðandi hátt.
Norðurljósasýning
Norðurljós óháð veðri og vindum
Áróra ‒ 8K-sýning í stjörnuveri Perlunnar, hin fyrsta sinnar tegundar. Norðurljós eins og þau gerast glæsilegust á íslenskum næturhimni.

Norðurljósasýning

Eldgosasýning
Eldgosasýning
Eldgosið í Geldingadölum
Heillandi innsýn í gosið sem hófst í mars 2021 við Fagradalsfjall eftir mikla jarðskjálfta á Reykjanesskaga og stóð fram á haust.
Látrabjarg
Gagnaukinn heimur fuglabjargsins
Fuglarnir og líf þeirra í hæsta sjávarbjargi Íslands og Evrópu eru gestum til ánægju og fróðleiks í þessari mögnuðu eftirmynd af Látrabjargi frá fjöruborði til bjargbrúnar.

Látrabjarg

Vatnið í náttúru Íslands
Sýning Náttúruminjasafns Íslands
Vatnið í öllum sínum fjölbreytileik er viðfangsefni þessarar sýningar, og vekur áhuga og aðdáun gesta. Til sýnis eru undur vatnsins, tengsl vatns og lífs, og þáttur vatnsins í íslenskri menningu og samfélagi.
Fleiri sýningar
Land ‒ Strönd ‒ Haf
Fleiri einstæðar sýningar um náttúruöflin, „ævi“ Íslands, fiskar við strendur landsins, Mývatn, Ok – jökullinn horfni, og fleira.



Útsýnispallurinn
Útsýnispallurinn
Reykjavík, nærsveitir og fjallahringurinn
Útsýnispallurinn er ofan á hitaveitutönkunum og gefur gestum einstakt færi til að virða fyrir sér eitthvert fegursta borgarstæði veraldar.
Heimsækið Perluna
Upplifun fyrir gesti og heimamenn
Perlan er ein helsta kennileiti Reykjavíkur. Í Perlunni er íslensk náttúra í öndvegi. Gestir fræðast, kanna, upplifa og skemmta sér með hjálp vísindanna og eigin skilningarvita.
Í Perlunni er líka frábær veitingastaður, bar, ísgerð og gjafavöruverslun gestum til yndisauka.

