


Íshellir í Reykjavík
Bráðið vatn myndar og mótar íshella inni í jöklum og í jöðrum þeirra. Íshellar náttúrunnar eru mikið undur en óstöðugir og oft hættulegir. Í Perlunni geta gestir notið raunverulegs en manngerðs íshellis í fullkomnu öryggi.
Íshellirinn í Perlunni er sá eini í heimi af sínu tagi. Hann er um 100 metra langur og gerður úr rúmlega 350 tonnum af snjó úr Bláfjöllum.
Heimsókn í íshellinn er mögnuð og minnisstæð upplifun.
Jöklasýning
Jöklar Íslands búa yfir fegurð og töfrum. Þeir eru líka mikilvægir fyrir íslenska náttúru og samfélag manna á landinu. Þar er helsti ferskvatnsgeymir landsins og jöklarnir gegna ómetanlegu hlutverki við temprun loftslags.
Í Perlunni kynnast gestir fágætum undrum íslenskrar náttúru með fjölda sýningarmuna og alvirkri kynningu. Nýjasta tækni, spennandi upplýsingar og hrífandi sögur sjá gestum í senn fyrir fræðslu og skemmtun.
