Velkomin í Perluna

Undur íslenskrar náttúru

The best museum in the world to visit

Reviewed May 2, 2018

Absolute 'Must See' in Reykjavik

Reviewed March 30, 2018

NOT TO BE MISSED!

Reviewed Mars 28, 2018

Upplifðu íslenska náttúru á einstakan hátt. Kraftur eldgosa, eðli jökla, undur hafdjúpanna, og stórkostleg fuglabjörg er meðal þess sem gestir kynnast á þessari mögnuðu sýningu. Útkoman er hreint undur í sjálfu sér.

Útsýnispallur Perlunnar liggur ofan á heitavatnsgeymunum hringinn í kringum glerhvolf Perlunnar. Þar fá gestir 360° útsýni yfir Reykjavík og nærsveitir. Pallurinn er hluti af sýningu safnsins og er innifalinn í miðaverði.

MIðar seldir í Perlunni

Heillandi. Tignarlegir. Töfrandi.

Jöklar og íshellir

Manngerður íshellir

Hellirinn er fyrstur sinnar tegundar í heiminum. Háþróað kælikerfi heldur hitastiginu í kringum -10° inni í hellinum. Hellirinn er yfir 100 metra langur byggður úr yfir 350 tonnum af snjó og ís úr Bláfjöllum.

Jöklasýning

Jöklar eru kraftmikil og voldug náttúruöfl. Helstu vísindamenn Íslands ásamt færustu sýningarhönnuðum og bestu mögulegu tækni er nýtt til að kynna gestum fyrir þessum mögnuðu náttúrufyrirbærum á nýjan og skemmtilegan hátt.

ice-cave-img-1
gallery-1
gallery-2
DisappearingGlaciers

Viðbættur raunveruleiki

Látrabjarg

Eldgos, jarðskjálfar og flekahreyfingar

Kraftar náttúrunnar

Gestir munu upplifa og læra um krafta eldgosa, jarðskjálfta og flekahreyfinga

Eldgos-Holuhraun-2-sept-2014-21711

Eldfjöll

Eldfjöll og eldstöðvar verða til þar sem hiti og þrýstingur byggist upp undir yfirborði jarðar og veldur gosum. Á Íslandi er eldvirknin svo áköf að fræðimenn tala fremur um eldstöðvakerfi en einstök eldfjöll. Hér eru um 30 virk eldstöðvakerfi.

Layer-471

Jarðskorpuflekar

Skorpan sem myndar yfirborð jarðar er víða brotin og myndar mikla jarðskorpufleka. Flekarnir sigla á seigfljótandi og hálfbráðnu bergi. Þeir halda meginlöndunum á hægu reki um hnöttinn.

Layer-48

Jarðskjálftar

Tvenns konar flekaskil eru á Íslandi, samsíða og gliðnandi. Þegar fleka rekur samsíða hvorn til sinnar áttar verða skjálftar vegna núnings og láréttrar hliðrunar .Þegar flekar gliðna í sundur skelfur jörðin og stundum kemur upp hraun og ný skorpa myndast.

Layer-49

Jarðhitasvæði

Skipta má jarðhitasvæðum í tvo meginflokka, háhitasvæði og lághitasvæði. Lághitasvæði eru nýtt á Íslandi til húshitunar, gróðurhúsa, sundlauga og iðnaðar. Háhitasvæði eru frekar nýtt til raforkuframleiðslu.

Fullkomnasta mögulega tækni

Stjörnuver Perlunnar

Layer-30

Einstök innsýn & upplifun

Fáðu nýja sýn á veröldina utan úr himingeimnum og sjáðu vísindaleg undur lifna við allt í kringum þig.

Glaciers-&-Ice-Cave--Exhibition

Upplifðu íslenska náttúru

Fljúgðu um Ísland og sjáðu hve töfrandi náttúran okkar er.

World-Class-Technology

Ferðalag um himingeiminn

Heimsæktu fjarlægar stjörnur og óravíddir vetrarbrautarinnar úr notalegu sæti.