Perlan

Skilmálar Vildarvinakorts

Perla Norðursins hf. („Perlan“) býður einstaklingum að skrá sig í vildarvinaklúbb Perlunnar. Meðlimir í vildarvinaklúbbi Perlunnar fá ýmis fríðindi hjá Perlunni og eftir atvikum samstarfsfyrirtækjum. Skilmálar þessir gilda um skráningu í vildarvinaklúbb Perlunnar, notkun, og er samþykki þeirra forsenda skráningar. Í skilmálum þessum er jafnframt að finna upplýsingar um vinnslu Perlunnar á persónuupplýsingum meðlima (einnig vísað til sem „korthafa“).

1. Umsókn og afhending vildarvinakorta

Vildarvinakort Perlunnar eru eingöngu gefin út til einstaklinga sem hafa náð 18 ár aldri. Kortin eru ekki gefin út til lögaðila. Einstaklingar geta sótt um vildarvinakortin á heimasíðu Perlunnar og sótt þau í afgreiðslu Perlunnar (Varmahlíð 1, 105 Reykjavík, Íslandi) á afgreiðslutíma Perlunnar. Vildarvinakortin eru gefin út sem plastkort sem korthafar geta sýnt til að nýta þau fríðindi sem þeim tengjast.

2. Notkun vildarvinakorta

Vildarvinakort Perlunnar er skráð á netfang / kennitölu einstaklings. Sá einstaklingur telst eigandi kortsins og korthafi. Gegn framvísun vildarvinakortsins á korthafi rétt á ákveðnum fríðindum í viðskiptum sínum við Perluna og eftir atvikum samstarfsfyrirtæki sem staðsett eru í Perlunni, Varmahlíð 1, 105 Reykjavík. Þau fríðindi sem korthafar geta nýtt á grundvelli vildarvinakortsins geta breyst frá einum tíma til annars en upplýsingar um öll fríðindi og afslætti má finna á heimasíðu Perlunnar á hverjum tíma. Korthafar eru því hvattir til þess að fylgjast með gildandi fríðindum, en korthafar geta ekki treyst því að Perlan muni senda þeim sérstakar tilkynningar um breytingar á fríðindum.

Réttur korthafa til að njóta þeirra fríðinda sem vildarvinakort Perlunnar býður upp á er bundinn við korthafa einan og gildir rétturinn því ekki um vini eða fjölskyldumeðlimi sem eftir atvikum heimsækja Perluna og/eða nýta þjónustu samstarfsfyrirtækja með korthafa. Þá er korthafa alfarið óheimilt að framselja vildarvinakortið til annars einstaklings, þ.m.t. að lána öðrum sitt kort. Verði korthafi á einhvern hátt var við að annar einstaklingur en hann sjálfur noti vildarvinakort sitt, skal korthafi láta Perluna vita um það án ástæðulausrar tafar, sbr. samskipta upplýsingar í grein 5 í skilmálum þessum. Starfsmönnum Perlunnar er heimilt að taka kort úr umferð ef kort er misnotað.

3. Persónuvernd

Í tengslum við útgáfu og notkun á vildarvinakorti Perlunnar er unnið með upplýsingar korthafa sem teljast persónuupplýsingar. Perlan vinnur þessar upplýsingar sem svokallaður ábyrgðaraðili og öll vinnsla fer fram í samræmi við gildandi persónuverndarlög. Þær upplýsingar sem unnið er með eru upplýsingar um nafn, kennitölu og netfang korthafa („skráningarupplýsingar“) auk upplýsinga um notkun korthafa á vildarvinakortinu. Perlunni er nauðsynlegt að vinna með skráningarupplýsingar korthafa í þeim tilgangi að auðkenna korthafa og geta sett sig í samband við korthafa og sú vinnsla byggir því á samningssambandi aðila. Perlan áskilur sér jafnframt rétt til að senda korthöfum markaðsskilaboð á skráð netföng og byggir sú vinnsla á lögmætum hagsmunum Perlunnar. Korthafar geta þó ávallt afþakkað slík markaðsskilaboð. Vinnsla á upplýsingunum á notkun á vildarvinakortinu byggir jafnframt á lögmætum hagsmunum Perlunnar að geta fylgst með notkun á fríðindum og afsláttum, m.a. í þeim tilgangi að geta bætt þjónustu sína til korthafa. Perlan viðhefur tæknilegar og skipulagslegar ráðstafanir til að tryggja öryggi þeirra persónuupplýsinga sem félagið vinnur með. Þá mun Perlan ekki miðla upplýsingum um korthafa til þriðju aðila nema á grundvelli lagaskyldu eða dómsúrskurðar, en Perlan kann þó að veita þjónustuaðilum sínum aðgang að upplýsingunum á grundvelli sérstaks vinnslusamnings þar um, þar sem slíkir aðilar eru bundnir trúnaði. Upplýsingar um korthafa eru varðveittar svo lengi sem einstaklingur er í vildarvinaklúbbi Perlunnar. Hafi korthafi ekki notað kort sitt í sjö ár áskilur Perlan sér þó rétt til að eyða slíkum upplýsingum og afvirkja kort korthafa. Upplýsingum um notkun á vildarvinakortinu er eytt á 4 ára fresti. Korthafar hafa rétt til að andmæla vinnslu Perlunnar á persónuupplýsingum þeirra, rétt til að fá upplýsingar leiðréttar eða þeim eytt. Þá kunna korthafar að óska eftir upplýsingum um vinnslu Perlunnar á persónuupplýsingum og eftir atvikum að fá afrit af þeim persónuupplýsingum sem Perlan vinnur um korthafa eða óska eftir því að Perlan flytji slíkar upplýsingar til annars aðila. Þessi réttindi eru þó ekki fortakslaus og undantekningar geta átt við á grundvelli persónuverndarlaga. Komi til þess að Perlan vinni með persónuupplýsingar korthafa á grundvelli samþykkis korthafa er korthafa ávallt heimilt að afturkalla slíkt samþykki. Sé korthafi ósáttur við vinnslu Perlunnar á persónuupplýsingum getur korthafi sent kvörtun til Persónuverndar (sbr. nánari upplýsingar á vefsíðu Persónuverndar, www.personuvernd.is).

4. Afskráning úr vildarvinaklúbbi og brottfall réttinda korthafa

Korthafi getur hvenær sem er afskráð sig úr vildarvinaklúbbi Perlunnar og afvirkjað vildarvinakort sitt. Slík beiðni skal send Perlunni með tölvupósti, sbr. samskiptaupplýsingar í grein 5 í skilmálum þessum. Perlunni er heimilt, hvenær sem er og af hvaða ástæðu sem er, að hætta með vildarvinaklúbb sinn og/eða útgáfu á vildarvinakortum. Komi til þess mun Perlan senda korthöfum tilkynningu um slíkt. Þá er Perlunni einnig heimilt að breyta fríðindum og afsláttum þeim sem tengjast vildarvinakortinu, sbr. grein 2 í skilmálum þessum. Þá áskilur Perlan sér jafnframt rétt til að grípa til aðgerða gagnvart einstökum korthöfum og segja upp aðild viðkomandi að vildarvinaklúbbi Perlunnar og óvirkja vildarvinakort hans með tilkynningu þar um á skráð netfang, s.s. í þeim tilvikum er grunur leikur á broti gegn skilmálum þessum. Hafi korthafi ekki notað vildarkort sitt í sjö ár áskilur Perlan sér jafnframt rétt til að óvirkja viðkomandi kort.

5. Tilkynningar og önnur samskipti við Perluna

Öllum fyrirspurnum og beiðnum til Perlunnar skal komið á framfæri í tölvupósti með því að senda tölvupóst á [email protected]. Þá munu starfsmenn Perlunnar í afgreiðslu leitast við að leiðbeina korthöfum eftir fremsta megni.

6. Gildistími skilmála og breytingar

Þessir skilmálar gilda frá og með 1. janúar 2019 og eiga við um alla notkun á vildarvinakortum Perlunnar frá og með þeim tíma. Perlunni er heimilt að breyta skilmálum þessum hvenær sem er og skulu uppfærðir skilmálar birtir á vefsíðu Perlunnar og eftir atvikum sendir á skráða korthafa.