Skilmálar

Vinsamlegast lestu þessa skilmála („skilmála“) vandlega áður en þú notar vefsvæðið https://perlan.is („þjónustuna“) sem starfrækt er af Perlunni („okkur“, „við“ eða „okkar“).

Þú verður að samþykkja og fara eftir þessum skilmálum viljir þú hafa aðgang að þjónustunni og nota hana. Þessir skilmálar eiga við um alla gesti, notendur og aðra sem hafa aðgang að þjónustunni og nota hana.

Með aðgangi þínum og notkun á þjónustunni samþykkir þú þessa skilmála. Fallist þú ekki á einhvern hluta þessara skilmála er þér ekki heimilt að nota þjónustuna.

Reikningar

Þegar þú stofnar reikning hjá okkur verður þú að veita okkur upplýsingar sem eru réttar, tæmandi og gildar hverju sinni. Misbrestur á því telst vera brot á skilmálunum sem getur leitt til tafarlausrar lokunar á reikningi þínum innan þjónustunnar.

Þú berð ábyrgð á öryggi aðgangsorðsins sem þú notar til að fá aðgang að þjónustunni og á öllum athöfnum og aðgerðum sem fram fara með aðgangsorðinu, hvort sem aðgangsorðið er hjá þjónustu okkar eða þjónustu hjá þriðja aðila.

Þú samþykkir að veita engum þriðja aðila aðgangsorðið þitt. Þú verður að gera okkur viðvart strax verðir þú þess áskynja að einhvers konar öryggisrof eða óheimil notkun hafi átt sér stað á reikningi þínum.

Tenglar á önnur vefsvæði

Þjónusta okkar getur innihaldið tengla á vefsvæði þriðja aðila eða þjónustu sem er ekki í eigu eða undir stjórn Perlunnar.

Perlan hefur enga stjórn yfir og tekur enga ábyrgð á innihaldi, persónuverndarstefnu eða verklagi vefsvæða eða þjónustu þriðja aðila. Þú staðfestir enn fremur og samþykkir að Perlan telst ekki ábyrg né skaðabótaskyld, beint eða óbeint, vegna neinna skemmda eða tjóns af völdum eða meintum völdum notkunar eða í tengslum við notkun á eða trausti á nokkru slíku innihaldi, vörum eða þjónustu sem býðst á eða í gegnum nokkur slík vefsvæði eða þjónustu.

Við ráðleggjum þér eindregið að lesa skilmálana og persónuverndarstefnu allra vefsvæða eða þjónustu þriðju aðila sem þú heimsækir.

Gildandi lög

Þessir skilmálar heyra undir og skal túlka samkvæmt breskum lögum, án tillits til þess hvar lagalegur ágreiningur kemur upp.

Kjósum við ekki að framfylgja réttindum eða ákvæðum þessara skilmála skal það ekki teljast afsal á þeim réttindum. Telji dómstólar nokkurt ákvæði þessara skilmála vera ógilt eða óframfylgjanlegt, skulu önnur ákvæði þessara skilmála gilda áfram. Þessir skilmálar teljast vera heildarsamningur milli okkar varðandi þjónustu okkar og ganga framar og koma í stað fyrri samninga sem við gætum haft milli okkar varðandi þjónustuna.

Endurgreiðslu- og vöruskílaskílmálar

a. Perlan mun alltaf halda 20% staðfestingargjaldi óháð hvenær afpöntunin er.
b. Ef endursölu-aðili afbókar með meira en 7 dagar fyrirvara verður 80% ekki innheimt, en 20% staðfestingargjald verður haldið við.
c. Ef enðursölu-aðili afbókar með 1-7 dagar fyrirvara verður 50% ekki innheimt, en 20% staðfestingargjald og 30% afpöntunargjald verður haldið við.
d. Ef endursölu-aðili afbókar með minni en 24 klt. fyrirvara verður 20% staðfestingargjald og 80% afpöntunargjald haldið við.

Breytingar

Við áskiljum okkur rétt, að eigin ákvörðun, til að breyta eða skipta út þessum skilmálum hvenær sem er. Ef breyting er veigamikil munum við reyna að veita að minnsta kosti 30 daga fyrirvara áður en nokkrir nýir skilmálar taka gildi. Það er okkar ákvörðun hvað telst vera veigamikil breyting.

Haldir þú áfram aðgangi þínum eða notkun á þjónustunni eftir að breytingar hafa tekið gildi telst þú bundin(n) af breyttum skilmálum. Samþykkir þú ekki nýja skilmála skaltu hættu að nota þjónustuna.

Hafðu samband

Vinsamlegast hafðu samband við okkur ef þú hefur einhverjar spurningar varðandi þessa skilmála. Perla Norðursins ehf., kt.: 561115-1680

Translate »