Undur Íslenskrar Nátturu

Stjörnuverið er lokað á eftirfarandi tímum.
Lokað 9:00-13:00, 11 Desember
Lokað 9:00-13:00, 12 Desember

Loading...

Eldgos, jarðskjálfar og flekahreyfingar

Kraftar náttúrunnar

Gestir munu upplifa og læra um krafta eldgosa, jarðskjálfta og flekahreyfinga

Eldgos-Holuhraun-2-sept-2014-21711

Eldfjöll

Eldfjöll og eldstöðvar verða til þar sem hiti og þrýstingur byggist upp undir yfirborði jarðar og veldur gosum. Á Íslandi er eldvirknin svo áköf að fræðimenn tala fremur um eldstöðvakerfi en einstök eldfjöll. Hér eru um 30 virk eldstöðvakerfi.

Layer-471

Jarðskorpuflekar

Skorpan sem myndar yfirborð jarðar er víða brotin og myndar mikla jarðskorpufleka. Flekarnir sigla á seigfljótandi og hálfbráðnu bergi. Þeir halda meginlöndunum á hægu reki um hnöttinn.

Layer-48

Jarðskjálftar

Tvenns konar flekaskil eru á Íslandi, samsíða og gliðnandi. Þegar fleka rekur samsíða hvorn til sinnar áttar verða skjálftar vegna núnings og láréttrar hliðrunar .Þegar flekar gliðna í sundur skelfur jörðin og stundum kemur upp hraun og ný skorpa myndast.

Layer-49

Jarðhitasvæði

Skipta má jarðhitasvæðum í tvo meginflokka, háhitasvæði og lághitasvæði. Lághitasvæði eru nýtt á Íslandi til húshitunar, gróðurhúsa, sundlauga og iðnaðar. Háhitasvæði eru frekar nýtt til raforkuframleiðslu.

Viðbættur raunveruleiki

Látrabjarg

Stærsta fuglabjarg í Evrópu

Látrabjarg á sunnanverðum vestfjörðum er stærsta sjófuglabjarg í Evrópu. Í Perlunni hefur verið byggt yfir 10 metra hátt bjarg sem hefur að geyma yfir 120 fugla og önnur dýr.

Nátturulegt Fjölbýlishús

Með viðbættri raunveruleikatækni og listilega vel gerðum sögum munu gestir sjá, heyra og læra um líf milljóna íbúa í þessu náttúrulega fjölbýlishúsi.

Color-Fill-1

Ferðalag um hafdjúpin

Kannaðu undur hafsins við Íslandsstrendur í neðansjávar-bíósýningu Perlunnar.  Þú kynnist minnstu þörungum, ógnarstórum hvölum og öllu þar á milli. Fræðsla og gagnvirk upplifun gera sýninguna bæði fræðandi og stórskemmtilega.

Perlan-Hvalabio-99-copy-2

Heillandi. Tignarlegir. Töfrandi.

Jöklar og íshellir

Manngerður íshellir

Hellirinn er fyrstur sinnar tegundar í heiminum. Háþróað kælikerfi heldur hitastiginu í kringum -10° inni í hellinum. Hellirinn er yfir 100 metra langur byggður úr yfir 350 tonnum af snjó og ís úr Bláfjöllum.

Jöklasýning

Jöklar eru kraftmikil og voldug náttúruöfl. Helstu vísindamenn Íslands ásamt færustu sýningarhönnuðum og bestu mögulegu tækni er nýtt til að kynna gestum fyrir þessum mögnuðu náttúrufyrirbærum á nýjan og skemmtilegan hátt.

ice-cave-img-1
gallery-1
gallery-2
DisappearingGlaciers

360° Útsýni yfir Reykjavík

Útsýnispallur
Perlunnar

Vector-Smart-Object2
retina-black
  • Skrifað 4 mars, 2018
  • Such a unique experience!
td-certificate
retina-black
  • Skrifað 4 maí, 2018
  • Incredible man made Ice cave!

Perlan – Undur Íslenskrar Náttúru

ÚtsýnispallurUndur Íslenskrar Nátturu

> 360° Útsýnispallur
> Jöklar og Íshellir
> Stjörnuver
> 360° Útsýnispallur
16+ ára490 kr3.900 kr
6 – 15 ára FRÍTT1,950 ISK
0-5 áraFRÍTTFRÍTT
FjölskyldimiðiN/A7.800 kr

Fjölskyldumiði inniheldur: 2 fullorðna og 1-2 börn. í þessu tilboði er aðeins greitt fyrir 2 fullorðna.