Unwrapped Boxes at Perlan Museum: Preparation of Exhibition

Tími kominn til að taka upp pakkana

Þessa dagana er fyrsta hæð Perlunnar full af kössum og kynstrum sem saman munu mynda jöklasýninguna inni í hitaveitutankinum. Fyrir okkur sem þekkjum sýninguna út og inn er spennandi að sjá hluta einstakra sýningargripa, því hingað til höfum bara séð þá á teikningum. Eins og við er að búast frá frábærum samstarfsaðilum okkar, þá lítur þetta allt glæsilega út.

Neðri hæð hitaveitutanksins er nú lokuð að innan frá Perlunni, þar sem búið er að smíða risavaxinn kæliklefa í honum. Innan um grýlukerti og tréverk sem minnir á litla kofa eru smiðirnir í kuldagöllum að stafla upp sérstakri snjóblöndu til að líkja sem best eftir jarðlögum jökulsins. Þar eru þeir að búa til 100 metra langan manngerðan íshelli, þann fyrsta sinnar tegundar í heiminum.

Á efstu hæð Perlunnar er nú búið að hreinsa næstum allt út, og uppbygging á nýjum veitingastað Kaffitárs að hefjast.

Fyrsti hluti sýningarinnar Undur íslenskrar náttúru er að verða til. Hægt er að bóka heimsókn til okkar í Perluna og fá leiðsögn um framkvæmdirnar.

Sumarið er tíminn.

Leave a Comment