Starf hjá Perlunni: Þjónustufulltrúar

Í byrjun sumars opnar stærsta og metnaðarfyllsta náttúrusýning landsins í Perlunni – Undur íslenskrar náttúru. Um er að ræða nýjan og spennandi starfsvettvang í hjarta borgarinnar þar sem tekið er á móti fólki í stórglæsilegu safni sem hyllir Ísland og íslenska náttúru.

Perla norðursins ehf. leitar að framúrskarandi þjónustufulltrúum, bæði í sumarstörf og framtíðarstörf. Þjónustufulltrúar eru andlit fyrirtækisins og taka að sér fjölbreytt og skemmtileg verkefni á safninu.

Starfssvið þjónustufulltrúa

  • Afgreiðsla og sala aðgöngumiða.
  • Leiðsögn um sýninguna.
  • Teymisvinna með öðrum þjónustufulltrúum.
  • Samvinna við samstarfsaðila Perlunnar.

Hæfniskröfur þjónustufulltrúa

  • Framúrskarandi þjónustulund.
  • Jákvæðni og færni í mannlegum samskiptum.
  • Vera skipulagður, geta unnið sjálfstætt og undir álagi.
  • Góð íslensku- og enskukunnátta; þriðja tungumál er kostur.
  • Góð almenn tölvukunnátta.
  • Áhugi á náttúru Íslands.

Umsóknarfrestur er til og með 20. apríl 2017. Umsjón með ráðningu hefur Helga Viðarsdóttir, markaðsstjóri Perlunnar. Fyrirspurnum um starfið skal beina til umsokn@perlanmuseum.is. Sótt er um starfið rafrænt á alfred.is.

Leave a Comment