360° útsýni af Reykjavík

Útsýnispallur Perlunnar

Útsýnispallurinn er innifalinn
í Undur Íslenskrar Náttúru miða

Vector-Smart-Object2

Útsýnispallur Perlunnar liggur ofan á heitavatnsgeymunum hringinn í kringum glerhvolf Perlunnar. Þar fá gestir 360° útsýni yfir Reykjavík og nærsveitir. Pallurinn er hluti af sýningu safnsins og er innifalinn í miðaverði.

Aðgangseyrir fyrir fullorðna er 890 kr. en frítt er fyrir börn 17 ára og yngri. Aðgangur á pallinn er innifalinn í miða á sýninguna Jöklar og íshellir.

Ár hvert koma hundruðir þúsunda gesta til að njóta útsýnisins af toppi Perlunnar, enda eitt besta útsýni yfir Reykjavík og nærsveitir. Á pallinum eru útsýnisskífur á öllum hornum og 16 örnefnaskilti sem benda á öll helstu kennileiti í umhverfi borgarinnar, allt frá Keili á Reykjanesinu í suðri, til hins heimsþekkta Snæfellsjökuls við enda Snæfellsness í norðri. Esjan á svo stóran hluta sjóndeildarhringsins með Akrafjall, Skarðsheiði, Móskarðshnjúka og Skálafell í bakgrunni. Steinsýni úr jarðfræðilega áhugaverðum stöðum eru til sýnis við þau örnefnaskilti sem við á. Þar má m.a. annars finna móberg úr Vífilsfell, helluhraun úr Hafnarfirði, stuðlaberg og sjávarbarið fjörugrjót úr Reykjavík.

city-perlan-view-1
dome
radar

360° útsýni af
Reykjavíkurborg

camra

Tilvalið fyrir
myndatöku

Translate »