Interactive Vatnajökull Glacier 360° view 

Perlan prufukeyrir sína fyrstu sýningu

Í gær opnuðu dyr íshellisins og jöklasýningarinnar fyrir gestum í fyrsta skipti. Tilefnið er foropnun á sýningunni Undur íslenskrar náttúru: Jöklar og íshellir þar sem miðakerfið er prufukeyrt og flæðið um sýninguna skoðað. Fjölmennt hefur verið í dag af ferðamönnum og forvitnum Íslendingum að skoða þennan fyrsta hluta safnsins.

Mikið hefur gengið á hér í Perlunni síðustu daga og er því ánægjulegt að geta boðið gestum okkar að ganga inn í heimsins fyrsta íshelli í borg, sjá útsýnið hátt yfir Vatnajökli, kynnast lífríki jökla, sögu Vatnajökuls og fleiri skemmtilegum hlutum. Foropnunin mun standa yfir fram til 30. júní, en þann 2. júlí opnar Perlan þessa fyrstu sýningu formlega. Húsið er opið alla daga frá 8:00-20:00.

Það er sérstaklega gaman að sjá fólk streyma um bygginguna inn á svæði sem hafa verið lítið notuð og sum hver voru ekki til fyrir ári síðan. Á leiðinni inn í íshellinn eru margir skemmtilegir sýningargripir, auk einstakrar ljósmyndasýningar Ragnars Th. Sigurðssonar sem hefur myndað gersemar Íslands í fjölda ára.

Við ætlum að bjóða 10.000 miða á Jökla og íshelli á 1 krónu. Við hvetjum þig til að panta þessa miða sem fyrst, áður en þeir klárast. Farðu því beina leið á ticketing.perlanmuseum.is og sláðu inn afsláttarkóðann „perlan“.

Komdu í Perluna og gakktu inn í — og upp á — jökul með okkur.

Leave a Comment