Perlan Opens Again

Perlan opnar á ný

Það gleður okkur að tilkynna að Perlan er nú opin, og gestir geta aftur notið útsýnisins á einum besta útsýnispalli Reykjavíkur. Perlan verður opin á milli 10:00 og 18:00.

 Á leiðinni að stiganum og lyftunum hefur verið sett upp skilrúm til að afmarka vinnusvæði og til að tryggja öryggi gesta. Á skilrúminu má lesa um framkvæmdirnar, og njóta stórkostlegra ljósmynda eftir Ragnar Th. Sigurðsson.

Kaffitár hefur opnað pop-up kaffihús á fjórðu hæð, og útsýnispallurinn er opinn öllum.

Verið velkomin í Perluna.

Leave a Comment