Frí rúta milli Perlunnar og Hörpu

Perlan Museum Bus Harpa
Perlurútan fyrir utan Hörpu

Perlan býður nú upp á frían akstur milli Hörpu og Perlunnar. Ekið er alla daga vikunnar frá 9.00 til 17.30. Farið er frá Hörpu (Rútustæði 5) á heila og hálfa tímanum og endar í Perlunni um 20 mínútur yfir og tíu mínútur í heila tímann. Perlurútan ekur svo beina leið aftur í Hörpu og er síðasta ferð frá Perlunni um  17.50.

Opin gestum Perlunnar

Rútan er ætluð öllum gestum Perlunnar og er óþarfi að bóka sæti. Á háannatíma getur áætlunin riðlast vegna umferðar en rútan keyrir þá eins þétta áætlun og mögulegt er.

Leave a Comment