Construction Running on Full Steam

Framkvæmdir komnar á fulla ferð

Þann 1. febrúar opnum við aftur dyrnar að Perlunni fyrir gestum og gangandi. Þá munu gestir komast út á útsýnispallinn, auk þess sem Kaffitár verður með pop-up kaffihús á fjórðu hæðinni. Opnunartími verður á milli 10:00 og 18:00.

Framkvæmdir við þessa stærstu náttúrusýningu Íslands eru þegar hafnar. Nú er nóg um að vera í húsinu og ekki hvað síst í einum tankanna þar sem fyrsti hluti náttúrusýningarinnar, jöklasýningin og íshellirinn, mun opna í sumar.

Við horfum spennt til febrúarmánaðar og hlökkum til að taka á móti ykkur.

Leave a Comment