Uncategorized @is

Sjáðu álftina: Er hún ekki ævintýralega falleg?

Það er eitthvað rómantískt og ævintýralegt við svani (Cygnus) enda koma þeir fyrir í fjölmörgum sögum sem tákn hreinleika og sakleysis. Trygglyndi svanapara við hvort annað og sinn varpstað er vel þekkt og höfðar sterkt til okkar mannanna. Álft (Cygnus cygnus) er af ættbálki andfugla (Anseriformes) ásamt gæsum og ýmisskonar öndum en telst ein til …

Sjáðu álftina: Er hún ekki ævintýralega falleg? Read More »

Prófíll: Ragnar Th. ljósmyndari

Ragnar Th. Sigurðsson hefur starfað með Toyota, Royal Geographical Society, Discover the World, og nú – Perlunni. Hann sérhæfir sig í náttúruljósmyndun, einkum á norðurslóðum, og er einn fremsti ljósmyndari okkar Íslendinga í því fagi. Sérstaða í bransanum Ragnar varð fljótt frumkvöðull í íslenskri ljósmyndun þar sem hann nýtti snemma stafrænan búnað við ljósmyndun og …

Prófíll: Ragnar Th. ljósmyndari Read More »

Sjáðu stelkinn: Lítill og hávær

Þetta er stelkurinn Stelkur (Tringa totanus) er af snípuætt (Scolopacidae) vaðfugla (Charadriiformes). Vaðfuglar eru farfuglar og koma til landsins í stórum hópum á vorin en fara þegar fer að hausta. Þó vaðfuglar ferðist margir saman og séu félagslyndir verpa þeir ekki í eiginlegum vörpum heldur dreift á láglendi. Fulltrúar snípuættarinnar á Íslandi eru ásamt stelknum, …

Sjáðu stelkinn: Lítill og hávær Read More »

Hitavættur: Sjálfbært, kraftmikið listaverk hjá Perlunni

Á toppi Öskjuhlíðar, við hlið Perlunnar, stendur forvitnilegt listaverk. Hugsuðurinn að baki þess samþættir náttúruvísindi og list á sjálfbæra, skapandi vegu. Hitavættur og kraftmikil listaverk Listaverkið Hitavættur (1988) stóð um tíma í Krýsuvík en er nú að finna nú við Perluna, Reykjavík. Listamaðurinn Robert Dell fékk Fulbright rannsóknarstyrk til að vinna verkið, höggmynd sem tengist …

Hitavættur: Sjálfbært, kraftmikið listaverk hjá Perlunni Read More »

Sjáðu hrafninn: Greindur og stríðinn

Þetta er hrafninn Hrafn (Corvus corax) er af ættbálki spörfugla (Passeriformes) en telst til svokallaðra hröfnunga sem eru ýmiskonar krákur. Hröfnungar hafa löngum verið þekktir fyrir greind sína og útsjónarsemi sem jaðrar oft við yfirnáttúrulega hæfileika. Það er því ekki að undra að margar sögur, ljóð og spakmæli séu til um hrafninn. Íslenska orðið „hermikráka“ …

Sjáðu hrafninn: Greindur og stríðinn Read More »

Gönguferð um framkvæmdir í Perlunni

Aðra hverja viku bjóðum við aðilum tengdum ferðaþjónustunni að koma í heimsókn í Perluna til að kynna sér framkvæmdir, sjá með eigin augum hvernig gengur og spyrja spurninga sem brenna á þeim. Meðal þess sem spurt er um er t.d. hvernig veitingasalan á fimmtu hæð verður háttað, hvenær miðasala á einstakar sýningarnar hefst, auk alls …

Gönguferð um framkvæmdir í Perlunni Read More »