2 fyrir 1 tilboð fyrir Iceland Airwaves gesti

Guests enjoying the amazing man-made ice cave at Perlan Museum

Perlan fagnar Iceland Airwaves eins og allir Reykvíkingar, þvílíkt partý. Allir gestir hátíðarinnar sem eru með armband fá 2 fyrir 1 inn á sýninguna jöklar og íshellir. Útsýnispallurinn er innifalinn í miðanum.

Tónlist og jöklar

Tónlist og jöklar eiga meira sameiginlegt en við höldum eins og við sjáum á jöklasýningunni. Perlan er tilvalinn staður til að byrja dag sem endar á tónlist í miðbænum. Taktu fríu Perlurútuna frá Hörpu og njóttu einnar mögnuðustu náttúrusýningar sem sett hefur verið upp á Íslandi.

Sýningin hefst á svæði þar sem við sýnum hvernig ís, snjór og jöklar hafa haft áhrif á menningararfinn okkar, tónlistarmenn, rithöfundar, skáld, kvikmyndagerðafólk og ljósmyndarar allir eru innblásnir af ísnum og kuldanum á einhvern hátt. Svo tekur við íshellirinn, 100 m. löng ísgöng sem sýna innviði jökla, hættur þeirra og fegurð. Eftir íshellinn komum við svo inn í fræðandi gagnvirka sýningu um jökla og hve mikil áhrif hnattræn hlýnum hefur á jöklana og hve mikil áhrif það mun hafa, ekki bara á Íslandi heldur allan heiminn.

Eftir safnið er svo kjörið að fara út á útsýnispallinn, klárlega besti útsýnispallur í Reykjavík. Þar er hægt að sjá alla borgina, fjöllin, hafið og jafnvel jökul ef vel er að gáð.

Í lok ferðar er svo hægt að grípa sér kaffi eða hádegismat með útsýni sem fáir staðir geta toppað.

Það eins sem þú þarft að gera er að sýna armbandið og þú færð 2 fyrir 1 inn á sýninguna. Perlurútan er alltaf frí!

#airwaves17

Leave a Comment