Um Perluna
Um Perluna 2017-11-09T09:37:57+00:00

Um Perluna

Þann 2. júlí 2017 opnaði Perlan sýninguna Jöklar og íshellir, sem er fyrsta skrefið í að búa til einstakt safn sem allir Íslendingar geta verið stoltir af. Næsta árið munu framkvæmdir við aðra hluta sýningarinnar standa yfir. Á meðan verður opið út á útsýnispallinn, Kaffitár býður upp á rjúkandi kaffi og meðlæti, og Út í bláinn býður upp á gómsætar veitingar í glænýju veitingahúsi á fimmtu hæð.

Framkvæmdum lýkur í maí árið 2018 þegar stóra náttúrusýningin opnar. Hún mun þekja fyrstu hæð Perlunnar og aðra hæð sem verið er að byggja. Þar verður meðal annars fjallar um landið, hafið, ströndina, plönturnar okkar og dýralífið. Á sama tíma erum við að reisa og opna fyrsta stjörnuver Íslands hér í Perlunni. Nýtt, hátæknivætt stjörnuver með 360 gráðu allt-umlykjandi upplifun með surround-hljóðkerfi, og bestu myndgæðum sem í boði eru á heimsvísu í dag.

Yfir 100 ára samanlögð reynsla í hönnun á söfnum

Í ársbyrjun 2016 óskaði Reykjavíkurborg eftir áhugasömum aðilum til að reka safn sem fjallar á metnaðarfullan hátt um náttúru Íslands. Við fengum til liðs við okkur þverfaglegan hóp listamanna, markaðs-, ferðamála- og náttúrufræðinga til að smíða tillögu að stærstu og metnaðarfyllstu náttúrusýningu sem sett hefur verið upp á Íslandi.

Tillagan var samþykkt og hófst þá þegar frekari þróun og smíði sýningarinnar. Í hópinn bættust nokkur alþjóðleg fyrirtæki sem sérhæfa sig í hönnun á söfnum og safngripum, og eru með meira en 100 ára samanlagða reynslu í faginu.

Náið samstarf með vísinda- og listamönnum

Sýningin er unnin í nánu samstarfi við fremstu vísindamenn í sínu fagi, og er byggð á nýjustu þekkingu í náttúru- og raunvísindum. Stefnt er á að Perlan verði miðstöð miðlunar rannsókna og rannsóknaniðurstaða sem vísindamenn og doktorsnemar við Háskóla Íslands hafa unnið að um ókomin ár.

Meðal þess frábæra fólks sem hefur unnið með okkur eru vísindamenn eins og Helgi Björnsson jöklafræðingur, Þóra Ellen Þórhallsdóttir doktor í grasafræði, Ari Trausti Guðmundsson jarðfræðingur, og Árni Hjartarson jarðfræðingur. Eins hafa listamenn eins og Andri Snær Magnason rithöfundur, Ragnar Th. Sigurðsson ljósmyndari, Susan Christianen hönnuður og Ragnhildur Gísladóttir tónskáld og tónlistarkona tekið virkan þátt í verkefninu og sett sitt mark á það.

Verið velkomin í Perluna.

Samstarfsaðilar:

Bowen Technovation

Bowen Technovation hafa sett upp yfir 400 stjörnuvera um allan heim. Meðal verkefna Bowen eru NASA John Glenn Visitors Center, Shanghai Maritime Museum, Adventure Science Center og Northern Lights Centre í Kanda, svo einhver dæmi séu tekin.

Gagarín

Gagarín er leiðandi fyrirtæki með áratugareynslu á sviði hönnunar og tækni fyrir gagnvirkar sýningar. Gagarín hefur unnið til fjölda alþjóðlegra verðlauna fyrir hugmyndir og hönnun.

LORD Cultural Resources

Eitt stærsta fyrirtæki á sínu sviði í gerð náttúru-, menningar- og upplifunarsafna í heiminum. Lord hefur hlotið fjöldamörg verðlaun fyrir störf sín og hefur unnið að uppsetningu safna eins og m.a. Guggenheim, Smithsonian, Náttúruvísindasafn Ameríku og mörgum fleiri.

Xibitz

Xibitz sérhæfir sig í að gera upplifun gesta í söfnum fræðandi og skemmtilega þar sem gesturinn er ekki aðeins áhorfandi heldur einnig þátttakandi. Xibitz INC. hefur unnið að verkefnum eins og University of Michigan Museum of Natural History, Granbrook Institute of Science, Kohl Children’s Museum og Lady Bird Johnson Wildflower Center.

Samstarfsaðilar:

Bowen Technovation

Bowen Technovation hafa sett upp yfir 400 stjörnuvera um allan heim. Meðal verkefna Bowen eru NASA John Glenn Visitors Center, Shanghai Maritime Museum, Adventure Science Center og Northern Lights Centre í Kanda, svo einhver dæmi séu tekin.

Gagarín

Gagarín er leiðandi fyrirtæki með áratugareynslu á sviði hönnunar og tækni fyrir gagnvirkar sýningar. Gagarín hefur unnið til fjölda alþjóðlegra verðlauna fyrir hugmyndir og hönnun.

LORD Cultural Resources

Eitt stærsta fyrirtæki á sínu sviði í gerð náttúru-, menningar- og upplifunarsafna í heiminum. Lord hefur hlotið fjöldamörg verðlaun fyrir störf sín og hefur unnið að uppsetningu safna eins og m.a. Guggenheim, Smithsonian, Náttúruvísindasafn Ameríku og mörgum fleiri.

Xibitz

Xibitz sérhæfir sig í að gera upplifun gesta í söfnum fræðandi og skemmtilega þar sem gesturinn er ekki aðeins áhorfandi heldur einnig þátttakandi. Xibitz INC. hefur unnið að verkefnum eins og University of Michigan Museum of Natural History, Granbrook Institute of Science, Kohl Children’s Museum og Lady Bird Johnson Wildflower Center.

Perlan Museum