Jöklar og íshellir
Jöklar og íshellir 2018-01-08T14:36:36+00:00

Kaupa miða

Opið alla daga
kl. 9:00-19:00
Vinsamlega athugaðu að mæta tímanlega.

Fylltu inn í formið hér að neðan til að kaupa miða:

Loading...

Opið

Alla daga
9:00-19:00

Miðasala lokar 18:00

Verð

Fullorðnir:
2.900 kr.

Börn 6-15 ára:
1.450 kr.

Börn 0-5 ára:
Frítt

4ra manna fjölskylda:
5.800 kr.

(2 fullorðnir + 2 börn)

Frí Perlurúta frá Hörpu

Jöklar og íshellir

Sýningin Jöklar og íshellir, fyrsti hluti náttúrusýningarinnar, er á tveimur hæðum í einum af sex geymum Perlunnar. Þar birtast jöklarnir, saga þeirra og framtíð og gestir fá tækifæri til að upplifa að ganga í gegnum 100 m. langan íshelli eða jökulgöng.

Við höfum þróað aðferð til að smíða nákvæma eftirmynd af íshelli sem grafinn er í gegn um jökul. Ekkert þessu líkt hefur verið smíðað nokkurs staðar í heiminum. Á leið sinni gegnum hellinn munu gestir fræðast um hætturnar sem leynast í jöklunum, leyndarmálin sem þeir geyma og hversu stórkostleg áhrif bráðnun jökla hefur á eyjuna, og allan heiminn.

Úsýnispallurinn 360°Reykjavík er innifalinn í verðinu inn á sýninguna

Nú bjóðum við einnig upp á fría Perlurútu frá Hörpu sem gengur á hálftíma fresti.

Það sem þú þarft að vita um íshellinn

  • Hitinn í íshellinum er um -10C.
  • Það tekur um 10-15 mínútur að fara í gegnum íshellinn.
  • Taktu eins margar myndir og þú vilt.
  • Þú þarft ekki sérstaka skó.
  • Við getum lánað þér hlýtt vesti.
  • Það er bannað að fara með mat eða drykk í íshellinn.

Upp á tindi Vatnajökuls

Við enda hellisins tekur við stigi sem leiðir þig upp á aðra hæð í geyminum, á tind Vatnajökuls með 360 gráða útsýni til allra átta. Þar er sagt frá jöklum Íslands, áhrifum þeirra á landið og hvað mun gerast ef fram fer sem horfir og jöklarnir hverfa. Eins fá gestir tækifæri til að kynnast lífríki jökla, sem kemur skemmtilega á óvart.

Perlan Museum