Út í bláinn
Út í bláinn 2017-12-12T09:44:28+00:00

Út í bláinn

Opið á milli 11:30-22:00.

Út í bláinn er einstakt veitingahús staðsett undir glerkúpli Perlunnar. Töfrandi heimur þar sem skógur nemur við himinn, með óviðjafnanlegu útsýni í allar áttir.

Út í bláinn er bistró með léttu og lifandi yfirbragði þar sem áherslan er lögð á einfaldleika og árstíðabundin hráefni þar sem matarhefðir Íslendinga mæta klassískri evrópskri matargerð í óhefðbundnu umhverfi. Út í bláinn er veitingahús þar sem upplifun gestanna er einstök því unnt er að snæða undir stjörnubjörtum himni, miðnætursól eða dansi norðurljósa.

Þetta  er hin fullkomna staðsetning fyrir frábæran kvöldverð, dögurð eða hádegisverð. Þú getur einnig einfaldlega kíkt við í kaffi og notið umhverfisins eða sólargeislanna, þar sem það er alltaf gott veður í Perlunni, sama hver árstíðin er.

https://utiblainn.is/

A waiter serving a table at the beautiful Út í bláinn restaurant
Perlan Museum