Spurt og svarað
Spurt og svarað 2017-06-23T14:26:21+00:00

Spurt og svarað

Almennar spurningar

Hvenær er opið í Perlunni? 2017-10-30T11:30:56+00:00

Perlan opnaði aftur 1. júlí 2017 eftir gagngerar breytingar og er opin alla daga ársins.

  • Sýningin Jöklar og íshellir er opin frá 09:00-19:00*
  • Útsýnispallurinn og gjafavöruverslun er opin frá 09:00-19:00*
  • Kaffitár er opið frá 09:00-21:00
  • Veitingastaðurinn Út í bláinn er opinn 11:30-22:00.

*Síðustu miðar eru seldir 18:00.

Perlurútan ekur á hálftímafresti frá Hörpu.

 

Hver er opnunartími Perlunnar? 2017-11-15T09:48:05+00:00
  • Sýningin Jöklar og íshellir er opin frá 09:00-19:00*
  • Útsýnispallurinn og gjafavöruverslun er opin frá 09:00-19:00*
  • Kaffitár er opið frá 09:00-21:00
  • Veitingastaðurinn Út í bláinn er opinn 11:30-22:00.

*Síðustu miðar eru seldir 18:00.

Perlurútan ekur á hálftímafresti frá Hörpu.

Er Perlan opin allt árið? 2017-03-09T12:19:58+00:00

Já, Perlan er opin alla daga ársins.

Hvað rúmar Perlan marga? 2017-03-09T12:19:26+00:00

Í Perlunni mega vera allt að 2.180 manns í einu.

Er gott aðgengi fyrir hjólastóla í Perlunni? 2017-03-09T12:19:08+00:00

Já, Perlan og allar sýningarnar eru aðgengilegar fyrir hjólastóla.

Bjóðið þið upp á mismunandi verðflokka? 2017-07-10T22:13:01+00:00

Sérstakt verð eru fyrir börn og einnig verður í boði sér fjölskylduverð. Sjá nánar á síðunni um Jökla og íshellinn.

Boðið er uppá sérstakt verð fyrir hópa, ferðaheildsala. Hafið samband við hópadeild í netfanginu agent@perlanmuseum.is fyrir nánari upplýsingar.

Er ennþá veitingastaður í Perlunni? 2017-07-10T22:22:55+00:00

Á fimmtu hæð er nú nýtt og spennandi veitingahús, Út í bláinn, ásamt hinu sívinsæla kaffihúsi Kaffitár.

Jöklasýning og íshellir

Hvenær opnar jöklasýningin og íshellirinn? 2017-03-09T12:17:24+00:00

Jöklasýningin og íshellirinn opna í sumar, 2017.

Hvað komast margir í íshellinn í einu? 2017-03-09T12:16:51+00:00

Það komast 50 manns í einu inn í íshellinn, og það geta farið um 300 manns í gegnum íshellinn á einni klukkustund.

Hvað er kalt í íshellinum? 2017-03-09T12:16:41+00:00

Við höldum jöfnu -10C frosti í íshellinum. Það er líka svolítil vindkæling vegna loftræstingarinnar.

Hvað er maður lengi að fara í gegnum íshellinn? 2017-07-10T22:26:56+00:00

Ferðin í gegnum íshellinn tekur 7-12 mínútur.

Þarf brodda undir skóna í íshellinum? 2017-07-10T22:29:50+00:00

Nei, það þarf ekki brodda undir skóna í íshellinum. Gólfið er hannað að vera sem minnst hált. Við biðjum gesti um að fara ávallt með gát, en íshellirinn er ætlaður öllum aldurshópum.

Þarf sérstök föt fyrir íshellinn? 2017-07-10T23:22:53+00:00

Hitastigið í íshellinum er um -10C, svo það þarf hlý föt, en við útvegum þeim sem vilja hlýja yfirhöfn.

Er hægt að fá lánaða skó eða úlpu fyrir íshellinn? 2017-03-09T12:15:22+00:00

Við getum lánað þér hlýtt vesti fyrir íshellinn. Þú þarft ekki sérstaka skó.

Stjörnuver

Hvað eru mörg sæti í stjörnuverinu? 2017-07-26T14:38:54+00:00

Það eru 150 sæti í stjörnuverinu.

Perlan Museum