Rammagerðin 2017-12-12T08:58:30+00:00

Rammagerðin

Rammagerðin var stofnuð árið 1940 og er ein elsta gjafavöruverslun landsins. Eins og nafnið gefur til kynna var uppistaða rekstursins á þeim tíma rammagerð og innrömmun.

Árið 1949 hóf fyrirtækið að selja ullarvöru og íslenskt handverk, ekki síst til að þjóna viðskiptavinum sem vildu senda gjafir til vina og ættingja erlendis. Allar götur síðan hefur Rammagerðin verið leiðandi í því að bjóða fjölbreytt úrval af ullarvöru og vörur frá íslensku handverksfólki.

Hjá Rammagerðinni er sérstök áhersla lögð á samstarf við handverksfólk og hönnuði alls staðar af landinu. Yfir 100 prjónakonur vinna reglulega verkefni fyrir Rammagerðina enda er íslenska ullin sérstaða fyrirtækisins ásamt vörum úr íslenskum efniðvið, sem vísa í sögu okkar og menningararf.

Verslanir Rammagerðarinnar eru einnig staðsettar í Flugstöð Leifs Eiríkssonar, í Hafnarstræti á Akureyri og á þremur stöðum í Miðbæ Reykjavíkur; ein í Bankastræti og tvær á Skólavörðustíg.

http://www.rammagerdin.is/

Perlan Museum