Heimsókn í Perluna
Heimsókn í Perluna 2017-10-30T11:38:45+00:00

Heimsókn í Perluna

Perluna þarf ekki að kynna fyrir Íslendingum. Þessi glæsilega bygging hefur prýtt Öskjuhlíðina í meira en 25 ár og er orðin að einu helsta merki Reykjavíkur.

Hvernig kemst ég til Perlunnar?

Gangandi

Það eru nokkrar gönguleiðir upp að Perlunni frá rótum Öskjuhlíðar. Ein fallegasta leiðin er að þræða sig á milli trjánna eftir göngustígnum sem liggur frá Hotel Nordica, eða þeim sem liggur frá Háskóla Reykjavíkur.

Beinasta leiðin ef þú kemur frá miðbænum er að fylgja hitaveitustokkinum frá Vodafonehöll Vals upp að Perlunni.

Eins liggur göngustígur upp að Perlunni frá bensínstöðinni við Bústaðaveg, undir Perlunni.

Perlurútan

Perlan býður upp á fría rútuferð á 30 mínútna fresti frá Hörpu. Óþarfi er að bókla í rútuna, hún stoppar á heila og hálfa tímanum á rútustæði 5.

Strætó

Leið 18 frá Hlemmi stoppar á Bústaðaveginum fyrir neðan Perluna. Þaðan er stutt ganga upp að Perlunni eftir göngustíg.

Leigubíll

Úr miðbænum áttu ekki að vera lengur en 10 mínútur að Perlunni, nema þú lendir í síðdegistraffíkinni, sem getur tafið þig um nokkrar mínútur.

Einkabíll

Við Perluna er nóg af bílastæðum.

Opnunartími

Perlan er opin alla daga ársins
9:00-23:00

Sýningin Jöklar og íshellir:
9:00 – 19:00*

360° Reykjavík safn og útsýnispallur:
9:00a – 19:00pm*

*Síðustu miðar seldir kl.18:00

Rammagerðin:
09:00 – 19:00

Kaffitár:
9:00 – 23:00

Veitingastaðurinn Út í Bláinn:
11:30 – 22:00

Komdu í heimsókn!

Opnunartími

Opið alla daga

09:00-23:00

Perlan Museum